fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Hlegið að honum vegna útlitsins: Áreittur reglulega og upplifði eitthvað alveg nýtt – ,,Ég fann fyrir þessu öllu“

433
Sunnudaginn 23. júlí 2023 21:00

Abbey Clancy og Peter Crouch Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var alls ekki auðvelt fyrir fyrrum knattspyrnumanninn Peter Crouch að venjast því að spila fótbolta í meistaraflokki.

Crouch var ansi einstakur leikmaður en hann er gríðarlega hávaxinn og var fituprósentan á sama tíma alls ekki mikil.

Crouch var ‘slánalegur’ ef eitthvað en hann varð fyrir miklu áreiti er hann hóf feril sinn hjá Queens Park Rangers.

Síðar lék Crouch leiki fyrir enska landsliðið og var ekki of lengi að venjast því sem sungið var um hann í stúkunni.

,,Að komast í liðið var bara hluti af þessu. Það áreiti sem ég þurfti að upplifa var nýtt fyrir mér og það opnaði augun. Þetta var fyrsta tímabilið mitt sem atvinnumaður og við heimsóttum West Brom,“ sagði Crouch.

,,Ég kom inná sem varamaður og áhorfendurnir hlógu að mér, ég fann fyrir þessu öllu. Það var bara vegna þess hvernig ég leit út, enginn af þeim hafði séð mig spila.“

,,Síðar kom annar leikur gegn Gillingham á útivelli þar sem þeir drulluðu yfir mig. Ég held að allir á vellinum hafi sungið lög um mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“