Brighton hlær að 70 milljóna punda tilboði Chelsea í miðjumanninn Moises Caicedo sem leikur með félaginu.
Chelsea hefur sýnt Caicedo áhuga í allt sumar en útlit er fyrir að það verði erfitt að tryggja sér hans þjónustu.
The Athletic segir að Brighton sé hlæjandi yfir 70 milljóna punda tilboði Chelsea og að Caicedo muni kosta miklu meira.
Brighton vill fá meira en Arsenal borgaði fyrir Declan Rice í sumar en hann kom til félagsins frá West Ham fyrir 105 milljónir punda.
Óvíst er hvort Chelsea muni borga þá upphæð fyrir Caicedo sem er bundinn til ársins 2027.