Fyrrum stjarnan Gabriel Agbonlahor var steinhissa er hann hitti leikarann Tom Hanks sem er frægur um allan heim.
Hanks horfir á fótbolta af og til og er stuðningsmaður Villa sem leikur í efstu deild á Englandi.
Þeir félagar fengu mynd af sér saman í Portland í Bandaríkjunum en Hanks kannaðist ekki við Agbonlahor á þeim tíma sem kemur á óvart.
Agbonlahor er goðsögn í augum stuðningsmanna Villa og var lengi vel aðal leikmaður liðsins í sóknarlínunni en hefur nú lagt skóna á hilluna.
,,Við fórum í æfingaferð til Bandaríkjanna, við vorum í Portland og ég fékk mynd af mér með Tom Hanks,“ sagði Agbonlahor.
,,Hann er aðdáandi Villa, ekki rétt? Hann er þó stuðningsmaður sem lætur sjaldan sjá sig á vellinum en kom á einn leik í fyrra. Hann er upptekinn maður og er staðsettur annars staðar.“
,,Ég fékk mynd af mér með honum sem var góð mynd að fá – hann er goðsögn í kvikmyndabransanum en hann spurði mig hver ég væri!“
,,Hann er stuðningsmaður liðsins og þekkir einn af þeirra bestu leikmönnum!?“