Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrir lið Eflsborg í dag sem mætti Djurgarden í efstu deild í Svíþjóð.
Elfsborg átti stórleik á útivelli og vann 4-0 sigur en Íslendingurinn kom inná sem varamaður á 65. mínútu.
Það tók framherjann aðeins eina mínútu að skora fjórða mark gestanna sem eru í efsta sæti deildarinnar eftir sigurinn.
Alfreð Finnbogason skoraði þá fyrir lið Lyngby sem tapaði 2-1 heima gegn FC Kaupmannahöfn í fyrstu umferðinni í Danmörku.
Alfreð lagaði stöðuna í 2-1 fyrir Lyngby en hann byrjaði leikinn rétt eins og Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon.
Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með FCK og spilaði rúmlega níu mínútur í sigrinum.