fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ummæli Klopp fyrir ári síðan rifjuð upp – Ótrúlega mikið breyst á skömmum tíma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júlí 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan var Jurgen Klopp, stjóri Liverpool spurður út í það hvort honum vantaði ekki meiri breidd á miðsvæðið og þá leikmenn sem gætu komið inn í byrjunarliðið.

Þýski stjórinn taldi svo ekki vera og svaraði því að hann væri með nóg af góðum miðjumönnum.

„Fabinho, Henderson, Thiago, Milner, Keita, Curtis Jones, Harvey Elliott, Fabio Carvalho, Oxlade-Chamberlain eru hjá okkur. Segðu mér hvaða leikmann okkur vantar,“ sagði Klopp í júlí í fyrra.

Á síðustu leiktíð var svo miðsvæði Liverpool til vandræða og Klopp virðist sammála því. Sex af þeim leikmönnum sem Klopp taldi upp fyrir áru eru farnir eða að fara.

James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita fengu ekki nýjan samning og fóru frítt. Fabio Carvalho var lánaður til Þýskalands og Jordan Henderson og Fabinho eru á leið til Sádí Arabíu.

Þeirra í stað hefur Liverpool keypt Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai og fleiri miðjumenn bætast líklega í þann hóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina