fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þjálfari welska liðsins vekur athygli fyrir ummæli sín eftir leik gegn KA – ,,Gefur ekki rétta mynd af leikjunum“

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. júlí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Gibson, þjálfari Connah’s Quay, hefur tjáð sig eftir tap gegn KA í Sambandsdeildinni.

KA vann sannfærandi 4-0 sigur á welska liðinu í tveimur leikjum og mætir írska liðinu Dundalk í næstu umferð.

Akureyringarnir unnu 2-0 heimasigur sem og 2-0 útisigur en þjálfarinn Gibson var á meðal annars ósáttur með dómgæsluna.

Hann segir að 4-0 tap samanlagt gefi ekki rétta mynd af þessum leikjum en KA virtist þó sjaldan vera í vandræðum í viðureigninni.

,,Ég er gríðarlega vonsvikinn, ég tel ekki að lokastaðan gefi rétta mynd af leikjunum yfir tvær viðureignir,“ sagði Gibson.

,,Þeir voru með meiri gæði en við á síðasta þriðjungi en við nýttum ekki okkar tækifæri og fengum mark dæmt af sem átti að vera gott og gilt. Það féll allt gegn okkur í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina