Wayne Rooney, þjálfari DC United, er orðinn verulega þreyttur á að fá símtöl frá umboðsmönnum leikmanna í neðri deildum Englands.
Umboðsmenn leikmanna í fjórðu efstu deild Englands eiga það til að heyra í Rooney og segjast vera með fullkominn leikmann fyrir hans lið.
MLS deildin í Bandaríkjunum er þó mun sterkari en fjórða efsta deild Englands, eitthvað sem margir virðast ekki gera sér grein fyrir.
Rooney hefur afþakkað þetta boð í hvert skipti en síminn stoppar þó ekki á undirbúningstímabilinu.
,,Ennþá í dag þá er ég að fá símtöl frá umboðsmönnum sem segja mér frá framherja í League Two sem vill koma í MLS deildina. Ég þarf alltaf að segja þeim að þeir séu ekki næstum nógu góðir til að spila hérna,“ sagði Rooney.
,,Það er enginn skilningur þar á þessari deild og það má mögulega kalla þetta vanvirðingu.“