Joao Felix virðist ekki vera vinsælasti leikmaðurinn hjá Atletico Madrid þessa stundina eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum.
Felix fór ekki leynt með það að það væri hans draumur að spila fyrir keppinauta Atletico í Barcelona.
Ansi athyglisvert myndband birtist í gær þar sem má sjá Felix rífast við liðsfélaga sinn Thomas Lemar.
Engin slagsmál brutust út en samkvæmt spænskum miðlum var ekki um vinalegar samræður að ræða.
Felix kastaði fyrst handklæði í Lemar og lét einhver orð falla áður en Lemar gerði slíkt hið sama.
Erfitt að segja til um hvað nákvæmlega gekk á en myndband af þessu má sjá hér.
Felix and Lemar 😲pic.twitter.com/LiRW5hBrqj
— BarçaTimes (@BarcaTimes) July 20, 2023