Brotist var inn á heimili Gianluigi Donnarumma í París þar sem hann og unnusta hans voru heima.
Franskir miðlar segja frá en Donnarumma og Alessia Elefante unnusta hans voru bundin föst á meðan þjófarnir létu greipar sópa.
Mennirnir sem brutust inn rændu verðmætum fyrir um 80 milljónir króna en lögreglan hefur ekki fundið þá enn.
Nokkuð er um það að brotist sé inn á heimili knattspyrnumanna og hefur það gerst fyrir nokkra leikmenn PSG.
Markvörðurinn og unnusta hans náðu að losa sig um miðja nótt og hlupu á næsta hótel þar sem hringt var á lögregluna.