fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Fundu son stórstjörnu fyrir ótrúlega tilviljun: Neita að um markaðsbrellu sé að ræða – ,,Gúggluðum og komumst að því að hann væri sonur hans“

433
Föstudaginn 21. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska félagið WSG Tirol fékk ansi skemmtilegar fréttir á dögunum er félagið samdi við strák að nafni Mathew Collins.

Collins er 18 ára gamall og er nokkuð efnilegur en hann kom á reynslu til Tirol og hreif þar þjálfara liðsins, Manuel Ludwiger.

Collins er ekki bara sonur einhvers en hann er sonur söngvarans Phil Collins sem margir ættu að kannast við.

Phil á fimm börn og er Mathew einn af þeim en hann er þekktastur fyrir að vera hluti af enska rokkbandinu Genesis.

Þjálfarinn Ludwiger hafði ekki hugmynd um að sonur Phil væri að sækjast eftir því að koma á reynslu til félagsins en komst að því eftir að hafa ‘gúgglað’ nafn leikmannsins.

,,Við ‘gúgglum’ þá leikmenn sem við tökum inn á reynslu til að kynnast þeirra ferli. Það var aðeins þá sem við komumst að því að Mathew væri sonur Phil Collins!“ sagði Ludwiger.

,,Þetta er engin markaðsbrella. Þetta snýst bara um hversu góður hann er í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal