Burnley hefur staðfest komu Nathan Redmond til félagsins frá Besiktas en kantmaðurinn knái gerir tveggja ára samning.
Redmond er fimmti leikmaðurinn sem nýliðar Burnley í ensku úrvalsdeildinni fá í sumar.
Redmond er 29 ára gamall og hefur spilað yfir 250 leiki í ensku úrvalsdeildinni með West Brom, Norwich og Southampton.
Hann átti gott tímabil í Tyrklandi en kemur aftur til Englands og spilar fyrir Vincent Kompany.
Burnley staðfesti komu hans með ansi skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.
Cool, cool, cool, cool, cool. 🚔 pic.twitter.com/l63SNiTJ4E
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) July 21, 2023