Jurrien Timber spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í nótt þegar liðið mætti úrvalsliði MLS deildarinnar. Arsenal vann öruggan 5-0 sigur þar sem meðal annars Kai Havertz skoraði.
Declan Rice lék í 26 mínútur í leiknum og átti ágætis spretti í þessum örugga sigri.
En það er frammistaða Timber sem flestir ræða eftir leik, hann spilaði aðeins í rúmar tuttugu mínútur en lék á miðsvæðinu.
Timber sneri boltann 29 sinnum á þessum stutta tíma, vann öll þrjú návígi sinn og átti 95 prósent heppnaðar sendingar.
Ræða enskir blaðamenn um það að það hafi komið á óvart að Timber hafi spilað nokkuð framarlega á miðsvæðinu.
Timber er 22 ára gamall og var keyptur frá Ajax í síðustu viku en hann er fyrst og fremst miðvörður.