James Maddison, leikmaður Tottenham, birti gríðarlega skondið myndband á Instagram síðu sína í gær.
Maddison er nýr leikmaður Tottenham og ferðaðist með félaginu til Ástralíu í æfingaferð.
Þar spilar Maddison á meðal annars golf með vini sínum Harry Kane en þeir eru saman í enska landsliðinu.
Kengúrur gerðu allt vitlaust á þessum ágæta golfvelli og náði Maddison myndunum á símann sinn.
Kengúrurnar tvær slógust heiftarlega er Maddison reyndi að slá högg á golfvellinum og gáfu frá sér töluverð hljóð.
Myndir af þessu má sjá hér.