Lionel Messi hugsar ekki um peningana og er það ástæðan fyrir því að hann er ekki í Sádí Arabíu í dag.
Þetta segir goðsögnin Hristo Stoichkov sem gerði garðinn frægan með Barcelona líkt og Messi.
Messi hefur gert samning við Inter Miami í Bandaríkjunum en gat fengið mun betur borgað hann hefði fært sig til Sádí Arabíu.
,,Við spiluðum fyrir ástina, ekki fyrir peningana. Mér var alveg sama um launin eða bónusana,“ sagði Stoichkov.
,,Þetta snerist um að spila fyrir mig og að fólk myndi hafa góða skoðun á mér. Umboðsmennirnir sáu um restina.“
,,Messi vill samkeppnina og vill spila, hann hugsar ekki um peningana því hann elskar fótbolta.“