Wayne Rooney, goðsögn Manchester United og þjálfari DC United, segir að Harry Kane sé ‘fangi’ hjá Tottenham og að félagið ætti að hleypa honum annað.
Kane hefur unnið afskaplega fáa titla á sínum ferli sem leikmaður Tottenham og var nálægt því að ganga í raðir Manchester City í fyrra.
Tottenham virðist ekki vilja selja Kane nema fyrir himinháa upphæð en hann er fæddur árið 1993 og er tíminn því að tikka á hans ferli.
,,Ég taldi það rétt fyrir hann að fara annað á síðasta ári en hann varð áfram,“ sagði Rooney.
,,Harry telur örugglega og veit það að það eru titlar þarna úti sem hann getur unnið. Hann hefur gert allt sem hann mögulega getur gert hjá Tottenham.“
,,Nú er örugglega réttur tími fyrir hann að færa sig um set og hann er tilbúinn fyrir það en það getur verið erfitt að eiga við Tottenham.“