Hinn 32 ára gamli Neymar hefur ekki hug á því að yfirgefa PSG í sumar þrátt fyrir að stuðningsmenn félagsins vilji ekki sjá hann lengur.
Harðkjarna stuðningsmenn PSG mættu fyrir utan heimili Neymar á síðustu leiktíð og báðu hann um að yfirgefa félagið.
Neymar er dýrasti leikmaður í sögu fótboltans en PSG borgaði 222 milljónir evra fyrir hann sumarið 2017.
„Ég vonast til að vera hjá PSG á þessu tímabili, ég er með samning hérna og ég hef ekki fengið nein skilaboð um neitt annanð,“ segir Neymar.
„Ég er rólegur, þrátt fyrir að það sé ekki mikil ást á milli stuðningsmanna og leikmannsins. Ég verð hérna þrátt fyri enga ást.“
Luis Enrique tók við PSG í sumar en félagið hefur misst Lionel Messi og þá er framtíð Kylian Mbappe í lausu lofti.