Tveir einstaklingar voru myrtir í Auckland á Nýja Sjálandi í gær af vopnuðum manni sem lögreglan drap svo á vettvangi.
Heimsmeistaramót kvenna hefst í dag og fer leikur Nýja Sjálands og Noregs nú fram þessa stundina.
New Zealand Football are shocked by the incident in Auckland CBD this morning. We can confirm that all of the Football Ferns team and staff are safe but we will not be able to comment further while details are still emerging. [1/2]
— New Zealand Football 🇳🇿 (@NZ_Football) July 19, 2023
Atvikið átti sér stað skammt frá Eden Park þar sem leikurinn fer nú fram.
„Heimsmeistaramótið er að hefjast og öll augu eru á Auckland, yfirvöld ræddu við FIFA og mótið fer fram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu.
Nokkur fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús og eru hið minnsta sex alvarlega slasaðir eftir skotárásina.