Weston McKennie, leikmaður Juventus, fær hvergi frið frá stuðningsmönnum Leeds United.
McKennie gekk í raðir Leeds í janúarglugganum í láni frá Juventus en stóðst engan veginn væntingar á Englandi.
Hann fékk mikið hatur frá stuðningsmönnum Leeds og þá sérstaklega á lokadegi ensku deildarinnar.
,,Spikfeita fífl,“ kölluðu stuðningsmenn Leeds að McKennie í lokaleiknum er ljóst var að liðið væri fallið úr efstu deild.
Jafnvel í dag fær McKennie engan frið en stuðningsmaður Leeds sást með skilti á pílumóti á Englandi.
,,Weston McKennie elskar skyndibita,“ skrifaði maðurinn á skiltið og fékk sínar 15 mínútur af frægð um leið.
Bandaríkjamaðurinn spilaði 20 leiki fyrir Leeds en mistókst að skora mark.