fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Átök í Grindavík um fyrirhugaða uppbyggingu: Sumir segja hana þrengja að en aðrir ekki – „Engin svör komu fyrir fundinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 11:30

Rödd unga fólksins er í meirihluta í Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök eru í Grindavík vegna fyrirhugaðra breytinga á íþróttasvæði bæjarins þar sem er í plönum að hefja uppbyggingu á íbúðum. Knattspyrnufélagið er ósátt en virðist ekki hafa mætt á fund til að mótmæla þeim plönum.

„Knattspyrnudeild UMFG setur sig alfarið að móti því að byggt sé við vesturenda æfingasvæðis félagsins en svæðið er gjarnan nefnt „gamli aðalvöllur“. Skv. áætlun/deiliskipulag er verið að skerða áðurnefnt svæði um 3.400fm og þar með notagildi þess. Svæði þetta hefur fyrst og fremst verið notað til æfinga fyrir meistaraflokka UMFG (karla og kvenna) sem og æfinga- og keppnissvæði fyrir Knattspyrnufélagið GG. Jafnframt eru þar spilaðir fjölmargir leikir í öllum aldursflokkum. Þar sem svæðið er rúmgott í dag hefur mátt dreifa álagi á svæðinu með því að færa til merktan leikvöll og nýta þannig vel svæðið allt til æfinga,“ segir í færslu Grindavíkur á samfélagsmiðlum um helgina.

Knattspyrnufélagið segir að verið sé að þrengja að félaginu með því að taka hluta af æfingasvæðinu en bæjarstjórnin er ekki á sama máli.

„Skýtur það skökku við að þrengja eigi að starfsemi deildarinnar og æfingasvæði í framtíðarsýn bæjarfélagsins þegar búast má við því að iðkendum eigi eftir að fjölga jafnt og þétt á komandi árum í stækkandi bæjarfélagi. Framkvæmd sem þessi er ekki afturkræf.
Áður hafa verið sendar inn álíka athugasemdir á bæjaryfirvöld sem og fundir haldnir þar sem þessum athugasemdum hefur verið komuð á framfæri með skýrum hætti,“ segir félagið.

Knattspyrnufélagið mætti ekki á fund:

Rödd unga fólksins er í meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur og hefur svarað þessari færslu frá Grindavík og benda á þá staðreynd að knattspyrnufélagið hafi verið boðað á fund skipulagsnefndar í byrjun júní en ekki mætt.

„Skýrt kom fram eftir síðustu kosningar að ný sundlaug og gervigras á fótboltavöllinn væru eitt af þeim verkefnum sem íbúar vildu sjá. Eins og stjórnsýslan virkar þá tekur allt tíma og var tekin ákvörðun um að skipuleggja svæðið til framtíðar til að koma í veg fyrir plástra hingað og þangað. Gert var skipulag með nægilega miklu byggingarmagni til næstu ára. Tekin var þá ákvörðun að hafa nægilega rýmt byggingarmagn á skipulagi og var nýttur hver einasti blettur á svæðinu sem hægt var til að auðvelda stækkun á íþróttamannvirkjunum okkar í framtíðinni,“ segir í færslu frá stjórnmálaflokknum.

Bent er svo á það hvernig ferlið hefur verið. „Haldinn var íbúafundur þar sem skipulagið var kynnt, bæði ný sundlaug og deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið. Í kjölfarið var hægt að skila inn athugasemdum ef fólk hefði á skipulaginu og bárust örfáar athugasemdir sem er frábært og segir okkur að fólk hafi verið ánægð með skipulagið. Meðal athugasemda barst ein frá knattspyrnudeildinni varðandi fyrirhugaðar byggingar vestanmegin við gamla aðalvöllinn. Athugasemdin var tekin til greina og byggingarnar færðar til að koma í veg fyrir árekstra við fótboltavöllinn. Ný tillaga var kynnt og fékk UMFG boð um mæta á fund skipulagsnefndar þann 5.júní til þess að bregðast við athugasemdinni og koma skoðun sinni á framfæri áður en tillagan yrði samþykkt. Engin svör komu fyrir fundinn og var hún því samþykkt samhljóða bæði í skipulagsnefnd, bæjarráði og bæjarstjórn,“ segir í færslunni.

Ekki er svo tekið undir þau sjónarmið að verið sé að þrengja að fótboltaliðinu. „Það mun einungis verða minniháttar skerðing á fótboltasvæðinu með þessum breytingum þar sem svæðið sem um ræðir er grasgróin mön sem verður fjarlægð. Í dag nýtist það svæði ekki til æfinga en það eru vissulega skráðir m2 innan íþróttasvæðisins og því “skerðing” í þeirri merkingu. Einnig er grasgróin mön norðan við völlinn sem fær að víkja fyrir girðingu. Aðeins er um tilfærslur innan reitsins og minniháttar skerðingu að ræða. Við vonum að þetta upplýsi málið frekar og fögnum allri umræðu. Markmið allra er að gera íþróttasvæðið sem glæsilegast og því er mikilvægt að hafa heildarmynd fyrir framan sig sem horfir til margra ára fram í tímann en ekki bara eitt kjörtímabil,“ segir einnig.

Áform eru um að byggja íbúðir, nýja sundlaug og þá er í plönum að setja gervigras á heimavöll knattspyrnuliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“