Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United segir að Mason Greenwood verði að fara frá félaginu til þess að byrja að spila fótbolta og koma sér í gang.
Greenwood hefur ekki spilað í átján mánuði eftir að hann var handtekinn og grunaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var fellt niður og Greenwood og konan sem sakaði hann um verknaðinn tóku aftur saman og eiga nú barn.
„Mason er í stöðu þar sem hann er bara fastur, þetta er slæm staða því ég ímynda mér að hann vilji bara spila fótbolta,“ segir Rooney.
Greenwood hefur ekki fengið að æfa með Manchester United frá því að málið kom upp og félagið veit ekki hvað skal gera.
„Fyrir félagið og ímynd þess þá þarf það taka rétta ákvörðun. Þetta er flókið, ég held að það sé best fyrir Mason að fara og spila fótbolta á öðrum stað.“
„Hann verður að spila því þetta er langur tími, hann verður að reyna að koma ferli sínum aftur af stað.“
„Þetta er erfið staða fyrir Mason og félagið, þú verður að taka rétta ákvörðun og félagið virðist í vandræðum með að komast á þann stað að taka ákvörðun.“