Miðjumaðurinn Danny Drinkwater er vongóður um að ganga aftur í raðir Leicester City en hann hefur ekki verið hjá neinu félagi undanfarið ár.
Drinkwater vann deildina með Leicester árið 2016 en gekk svo í raðir Chelsea þar sem ekkert gekk upp.
Drinkwater er 33 ára gamall í dag og vonast eftir því að fá annað tækifæri í Leicester en liðið féll úr úrvalsdeildinni í vetur.
,,Ég myndi hundrað prósent fara aftur til Leicester – þetta er sérstakur staður fyrir mig,“ sagði Drinkwater.
,,Að hjálpa þeim að komast aftur í ensku úrvalsdeildina væri eitthvað sem ég myndi elska. Þar var erfitt að sjá liðið falla.“
,,Þú horfir á þennan leikmannahóp og það eru mikil gæði þarna. Þeir ættu að horfa á þetta sem endurræsingu.“