Marcus Rashford hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester United og samkvæmt enskum blöðum fær hann 325 þúsund pund á viku í laun.
Rashford verður þar með fjórði launahæsti leikmaður félagsins.
Casemiro og Jadon Sancho þéna báðir 350 þúsund pund á viku en Raphael Varane er á eftir þeim með 340 þúsund pund á viku.
Rashford þarf ekki ekki að hafa áhyggjur en hann fær 333 þúsund krónur á klukkustund.
David de Gea var með 375 þúsund pund í laun á viku en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu og fór þann 1 júlí.
Rashford á að hafa hafnað öðrum liðum á Englandi og stórliðum í Evrópu.
Mörg af þeim liðum vildu borga Rashford meira en United. Það er David Ornstein hjá The Athletic sem segir frá og segir hann að allt sé svo gott sem klappað og klárt.