fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Pabbinn inn og út úr fangelsi og lét sig hverfa reglulega: Vissu að hann væri ekki að snúa aftur í bráð – ,,Vildi gera mömmu mína stolta“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Kalvin Phillips hefur tjáð sig um erfiða æsku og segir hana hafa hjálpað sér að verða að þeim manni sem hann er í dag.

Phillips var keyptur til Manchester City í fyrra frá Leeds en hann hafði verið einn allra mikilvægasti leikmaður Leeds.

Ferill Phillips hjá Man City hefur ekki gengið eins og í sögu en hann er enn ákveðinn í að sanna sig í Manchester.

Phillips segir að faðir sinn hafi varla verið til staðar í æsku en hann var inn og út úr fangelsi sem gerði það erfitt fyrir hann og hans móður á þeim tíma.

,,Ég náði líklega þessum árangri því ég ólst upp án þess að eiga faðir. Ég vildi alltaf gera mömmu mína stolta,“ sagði Phillips.

,,Pabbi minn var inn og út úr fangelsi og það hafði mikil áhrif á okkar samband.“

,,Þegar hann hvarf þá vissum við að hann myndi ekki láta sjá sig í langan tíma sem var það versta við þetta allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“