Andre Onana sem er að ganga í raðir Manchester United er mættur á æfingasvæði félagsins til að gangast undir læknisskoðun.
Manchester United heldur til Bandaríkjanna síðar í dag í æfingaferð en líklega nær Onana ekki fluginu.
Enskir miðlar segja að Onana muni nái flugi síðar í vikunni og byrji þá að æfa með nýjum liðsfélögum.
United borgar rúmar 40 milljónir punda fyrir markvörðinn frá Kamerún sem kemur til félagsins frá Inter.
Onana fór frítt til Inter fyrir ári síðan en hann og Erik ten Hag áttu gott samstarf hjá Ajax.
Markvörðurinn á að fylla skarð David de Gea sem félagið ákvað að semja ekki aftur við og fór spænski markvörðurinn frítt eftir tólf ár hjá félaginu.