fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Kjartan vildi ekki taka þátt í PR-stunti í Vesturbænum í gær: Lárusi blöskrar og segir – „Þurfa menn ekki að koma upp úr sandkassanum?·

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason framherji FH vildi ekki taka þátt í „PR-stunti“ KR eins og hann orðar það. KR ætlaði að heiðra Kjartan Henry fyrir framlag hans til KR í gær fyrir leik gegn FH. Kjartan afþakkaði það á þeim tímapunkti.

Síðast haust ákvað KR að hætta að spila Kjartani til þess að losna við hann af samningi, fannst mörgum KR koma illa fram þar við uppalinn leikmann sem hafði gefið KR mikið bæði á vellinum og fjárhagslega.

Kjartan Henry var spurður út í málið á Stöð2 Sport eftirleik. „Afþakkaði ég? Ég kom úr upphitun fimm mínútum fyrir leik og var sagt að ég væri að fá skjöld, ég sagði nei takk. Ég bý á Meistaravöllum og þeir vita það, ég ætla ekki að standa í PR stunti fyrir þá,“ sagði Kjartan við Stöð2 Sport eftir leik.

Láru Orri Sigurðsson sérfræðingur Stöð2 Sport var ekki ánægður með Kjartan og sagði. „Þurfa menn ekki að koma upp úr sandkassanum?,“ sagði Lárus.

„Hann vill fá þetta en ekki fá þetta fyrir leikinn. Getið þið skilið það?,“ sagði Guðmundur Benediktsson um málið þegar hann stýrði þættinum.

Lárus orri var ekki á því og sagði. „C´Mon, verum fullorðnir og KR er að teygja sig í áttina að honum. Dapurt,“ sagði Lárus.

Guðmundur segir þó að Kjartan hafi rétt á því að vilja ekki taka þátt í svona rétt fyrir leik „Hann hefur fullan rétt á því að hafa ekki áhuga á því fyrir leik.“

Kjartan samdi við FH eftir að KR ákvað að henda honum burt frá félaginu en KR hætti að spila Kjartani um mitt sumar þegar hann var nálægt því að virkja ákvæði sem hefði framlengt samning hans um eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“