Benjamin Mendy fyrrum leikmaður Manchester City sást í fyrsta sinn í fótbolta á sunnudag þegar hann mætti út á völl í Ardwick, Manchester.
Þar voru ungir karlmenn í fótbolta að leika sér þegar Heimsmeistarinn og Englandsmeistarinn, Mendy mætti á svæðið og bað um að fá að vera með.
Benjamin Mendy 🤗
— Club Football ⚽️ (@Clubf00tball) July 17, 2023
Mendy fyrrum varnarmaður Manchester City hefur tapað um 180 milljónum króna til að verja sig. Hann var í heildina sýknaður af níu ákærum um kynferðisbrot.
Mendy hefur verið sýknaður af ásökunum um nauðgun og tilraun til nauðgunar. Mendy, sem er án félags eftir að samningur hans við City rann út á dögunum, var alls ákærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar.
Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar. Það var tekið fyrir á ný og var Mendy sýknaður fyrir helgi.
Málið hefur vakið mikla athygli en um tíma var Mendy settur í fangelsi og síðar var hann laus gegn tryggingu. Ákæra var gefin út í öllum málunum og fóru þau fyrir dómara, kviðdómur sýknaði hann í öllum málunum.