fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Hjartnæm kveðja Ísaks eftir að Hákon yfirgaf hann – „Allar erfiðu stundirnar sem við höfum fengið að tækla saman“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður FCK í Kaupmannahöfn horfði á einn sinn besta vin sinn yfirgefa sig í gær og ganga í raðir Lille í Frakklandi.

Franska félagið keypti Hákon Arnar Haraldsson í gær á 2,2 milljarða en hann var leikmaður FCK líkt og Ísak. Þeir félagar hafa þekkst frá unga aldri enda báðir uppaldir Skagamenn.

Hákon var algjör lykilmaður á síðustu leiktíð en Ísak Bergmann var meira á bekknum og gæti farið frá FCK í sumar.

„Gangi þér vel elsku vinur. Þetta ævintýri sem við höfum fengið að upplifa saman hefur verið ótrúlegt. Tveir bestu vinir frá skaganum að spila saman í stærsta klúbb norðurlandana,“ skrifar Ísak í fallegri kveðju á Instagram.

Þeir félagar hófu að spila saman sem ungir drengir á Akranesi. „Vegferðin að spila saman á norðurálsmótinu í að spila saman í meistaradeildinni er eitthvað sem við gátum bara dreymt um. Að vinna deildina í fyrra og tvennuna í ár var ógleymanlegt.“

Þó líf atvinnumannsins sé draumur margra er það oft erfitt og Ísak kemur inn á það. „Allar erfiðu stundirnar sem við höfum fengið að tækla saman og hjálpa hvor öðrum í eru svo dýrmætar. Þú munt pakka þessu saman. Love you bro.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið