Lionel Messi mun spila sinn fyrsta leik fyrir Inter Miami á föstudag þegar liðið mætir Cruz Azul í fyrstu umferð deildarbikarsins.
Messi var kynntur til leiks hjá Miami á sunnudag og var heimavöllur félagsins fullur af fólki.
Fólk virðist til í að borga ansi væna summu til þess að sjá fyrsta leik Messi.
Þannig kemur fram í erlendum miðlum í dag að fólk hafi verið að borga allt að 110 þúsund dollara fyrir að fá miða á svarta markaðnum.
Um er að ræða 14,4 milljónir til þess að sjá Messi spila en miðað við langt frí hans er ólíklegt að hann spili allan leikinn.
Mikið af fólki frá Suður-Ameríku er búsett í Miami og í kringum borgina og því er áhuginn á Messi gríðarlegur.