Það vakti svo sannarlega athygli þegar eiginkona Ilkay Gundogan, Sara Arfaoui, mætti til að styðja eiginmann sinn í Barcelona.
Gundogan skrifaði undir samning við Barcelona í sumar en hann gengur í raðir liðsins á frjálsri sölu frá Manchester City.
Gundogan spilaði stórkostlega með Man City í mörg ár en ákvað að breyta til í sumar og hélt til Spánar.
Eiginkona Gundogan, Sara, flýtti sér inn á völlinn á hækjum en enginn virðist skilja af hverju hún væri mætt og hver meiðslin væru.
,,Hvað er ég að horfa á? Er þetta búið til fyrir fleiri áhorf?“ skrifar einn við myndirnar og bætir ananr við: ,,Eins gaman og það er að sjá hann í treyju Barcelona þá skil ég ekki neitt.“
Sara er augljóslega að glíma við einhvers konar meiðsli en enginn gerir sér grein fyrir hver meiðslin eru og af hverju hún hafi gert sér leið inn á grasið.
Myndirnar má sjá hér.