Brighton hefur hafnað 70 milljóna punda tilboði Chelsea í Moises Caicedo miðjumann félagsins. Frá þessu segja hinir ýmsu miðlar.
Chelsea lagði tilboðið fram í morgun en því var hafnað fljótlega.
Caicedo er 21 árs gamall miðjumaður frá Ekvador sem hefur verið frábær hjá Brighton.
Arsenal reyndi að kaupa Caicedo í janúar en þá neitaði Brighton að selja hann.
Chelsea hefur í allt sumar átt í viðræðum við Brighton en félagið veltir fyrir sér hvað skal gera núna eftir að tilboðinu var hafnað.