Arsenal hefur frumsýnt nýjan varabúning félagsins en eins og með flesta búninga þá fær þessi misjöfn viðbrögð.
Varabúningur Arsenal á síðustu leiktíð fékk mikið lof en hann var svartur með röndum úr gulli.
Nýi búningurinn er hins vegar ekki að falla jafn vel í kramið en hann er gulur með svörtum röndum.
„Mögulega það ljótasta sem augun mín hafa séð,“ segir einn stuðningsmaður Arsenal við færslu félagsins.
Fleiri taka í sama streng.
Ready to broadcast Islington’s finest to the world 📻
Introducing the new Arsenal x @adidasFootball 23/24 Men’s Team away kit 👇
— Arsenal (@Arsenal) July 18, 2023