Um 120 fyrrum og núverandi knattspyrnumenn eru í meðferð. Flestir eru í meðferð vegna vandræða með eiturlyf eða spilafókn.
Þetta kemur fram í göngum frá PFA sem eru samtök atvinumanna í Bretlandi og hjálpa leikmönnum ef þeir lenda í vandræðum.
Málefni knattspyrnumanna hafa verið til umræðu eftir að Dele Alli leikmaður Everton sagði frá vandræðum sínum með svefnpillur og áfengi.
Baroness Brady stjórnarkona í West Ham segir vandamálið vera stórt. „Ég hef verið í fótbolta í 30 ár og fíknin á meðal leikmanna hefur aldrei verið meiri,“ segir Brady.
„Ég hef séð leikmenn glíma við fíkn í ýmsa hluti, veðmál, eiturlyf, áfengi og kynlíf. Allir eiga nánast eitt sameiginlegt, óstöðugt uppeldi.“
Dele Alli sagði frá því að hann hefði verið alin upp af móður í neyslu, en vinur hennar braut kynferðislega á Alli þegar hann var sex ára gamall. Átti atvikið sér stað á heimili hans.
Tölurnar frá PFA segir að 77 leikmenn hafi farið í meðferð á meðan tímabilið 2021/22 var í gangi og var lyfjafíkn þar stærsta kakan.