Leeds United er að ganga frá ráðningu á fyrrum íslenska landsliðsmanninum, Grétari Rafni Steinssyni og verður hann yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. The Athletic segir frá.
Grétar er að láta af störfum hjá Tottenham þar sem hann hefur starfað síðasta árið sem yfirmaður yfir frammistöðu leikmanni.
Victor Orta lét af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds í sumar.
Grétar Rafn hefur gefið af sér gott orð á Englandi en hann vann áður með Fleetwood Town áður en hann fór til Everton.
Hann stoppaði svo við hjá KSÍ og skoðaði starfið áður en hann fór til Tottenham en heldur nú til Leeds.
Grétar hætti að spila fótbolta árið 2013 en hann átti frábæran feril í Sviss, Englandi, Hollandi og Tyrklandi.