Kalvin Phillips miðjumaður Manchester City upplifði afar erfitt fyrsta tímabil hjá ensku meisturunum.
Phillips fékk fá tækifæri og Pep Guardiola stjóri liðsins sagði hann meðal annars vera of þungan.
Liverpool fer að vanta miðjumann og segir enska blaðið Mirror frá því að Jurgen Klopp vilji fá Phillips.
Fabinho er á leið til Sádí Arabíu og Jordan Henderson gæti farið þangað líka.
Phillips er 27 ára gamall og átti góða tíma hjá Leeds áður en City festi kaup á honum.