Spænska blaðið Nacional segir frá því að Manchester United hafi áhuga á að kaupa David Alaba varnarmann Real Madrid.
Alaba er 31 árs gamall og hefur spilað með Real Madrid í tvö ár. Áður átti hann frábæra tíma hjá Bayern.
Alaba byrjaði aðeins 21 deildarleik á síðustu leiktíð og er hann sagður vilja fara til United.
Nacional segir að Erik ten Hag stjóri United sé vongóður um að United geti fest kaup á Alaba í sumar.
United hefur verið að versla frá Real Madrid undanfarin ár en bæði Rapahael Varane og Casemiro hafa komið þaðan á síðustu tveimur árum.
Nacional segir að Alaba geti fengið væna launahækkun fari hann til United og það heilli hann. Koma Alaba veltur á því hvað United tekst að selja á næstu vikum.