Benjamin Mendy fyrrum varnarmaður Manchester City hefur tapað um 180 milljónum króna til að verja sig. Hann var í heildina sýknaður af níu ákærum um kynferðisbrot.
Mendy hefur verið sýknaður af ásökunum um nauðgun og tilraun til nauðgunar. Mendy, sem er án félags eftir að samningur hans við City rann út á dögunum, var alls ákærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar.
Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar. Það var tekið fyrir á ný og var Mendy sýknaður fyrir helgi.
Málið hefur vakið mikla athygli en um tíma var Mendy settur í fangelsi og síðar var hann laus gegn tryggingu. Ákæra var gefin út í öllum málunum og fóru þau fyrir dómara, kviðdómur sýknaði hann í öllum málunum.
Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum hefur Mendy lifað þannig lífi að lítið hefur verið skilið eftir ef marka má ensk blöð.
Hefur Mendy undanfarna mánuði verið að selja hluti sem hann átti til að standa straum af þeim kosnaði sem fór í að verja sig.
Mendy var handtekinn árið 2021 og hefur málið því tekið um tvö ár í kerfinu. Hann hefur selt húsið sitt, bílana sína og úrin sín til þess að borga fyrir lögmannskostnað.
Mendy átti hús í Manchester sem hann keypti á 4,8 milljónir punda en seldi það á meðan málinu stóð fyrir 4,2 milljónir punda. Hafði hann eytt 800 þúsund pundum í endurbætur á húsinu en það skilaði sér ekki.
Hann átti Lamborghini sem hann keypti á 700 þúsund pund en seldi hann á 400 þúsund pund, hann átti Audi RS6 sem hann keypti á 200 þúsund pund en seldi fyrir helming upphæðarinnar.
Mendy átti úr fyrir 1,4 milljón punda en seldi þau fyrir 950 þúsund pund. Seldi hann því hluti sem hann hafði keypt með miklu tapi.
Mendy þurfti líka að loka fyrirtæki sem hann átti vegna skuldar við skattinn. Málið vekur mikla athygli þar sem öll málin geng Mendy fóru í gegnum kerfið og inn í réttarsal þar sem hann var sýknaður af öllu.
Mendy á væntanlega væna summu inni hjá Manchester City sem hætti að borga honum laun í ágúst árið 2021 og bannaði honum að mæta til æfinga.
Samningur Mendy rann út í lok júní á þessu ári og gæti hann átti inni rúmar 11 milljónir punda í laun auk dráttarvaxta en vegna sýknu braut Mendy ekki nein ákvæði í samningi sínum við félagið.