Það verður skemmtilegur opnunarleikur í Sádí Arabíu er deildin hefst í næsta mánuði.
Um er að ræða leik á milli Al-Ettifaq og Al-Nassr en það síðarnefnda er líklega vinsælasta liðið þar í landi.
Ástæðan er sú að Cristiano Ronaldo er á mála hjá félaginu og kom þangað frá Manchester United í fyrra.
Ronaldo mun þar mæta annarri stjörnu en Steven Gerrard er stjóri Al-Ettifaq og var ráðinn til starfa fyrr í mánuðinum.
Ronaldo og Gerrard þekkjast ágætlega en sá síðarnefndi var lengi leikmaður Liverpool á meðan Ronaldo lék með United.
Leikurinn á milli liðanna hefjast þann 14. ágúst og bíða margir spenntir eftir viðureigninni.