fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Leikmaður og starfsmaður Grindavíkur réðust á leikmenn Gróttu við búningsklefa

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. júlí 2023 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt að verða vitlaust í leik Gróttu og Grindavíkur sem fór fram í Lengjudeildinni í dag.

Um var að ræða mikilvægan leik á milli þessara liða en Grótta hafði óvænt betur, 2-0.

Grótta hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu og greinir frá árás sem átti sér stað eftir lokaflautið.

Þar kemur fram að leikmaður og starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmenn heimaliðsins.

Afskaplega alvarlegt mál sem Grótta mun nú vinna í, í samvinnu með KSÍ.

Yfirlýsing:
Í kjölfar atvika eftir leik Gróttu og Grindavíkur í Lengjudeild karla fyrr í dag vill stjórn knattspyrnudeildar Gróttu koma eftirfarandi á framfæri.

Við staðfestum að eftir leikinn var ráðist á leikmann Gróttuliðsins við búningsklefa af leikmanni Grindavíkur. Aðili úr starfsliði Grindavíkur réðist einnig að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum.

Grótta mun ekki tjá sig um önnur atvik sem hafa verið í umræðunni né heldur frekar um þau atvik sem fjallað er um hér að ofan. Farin verður formleg leið milli Gróttu, Grindavíkur og KSÍ til að útkljá málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Í gær

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar