Hollywood stjarnan Hugh Jackman hefur horft á þættina Welcome to Wrexham sem vöktu gríðarlega athygli er þeir komu út.
Þar var farið yfit síðasta tímabil Wrexham í utandeildinni á Englandi en félagið er í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds.
Um er að ræða tvo fræga leikara en McElhenney er þekktur fyrir leik sinn í þáttunum It’s Always Sunny in Philadelphia á meðan Reynolds hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum og má nefna Deadpool sem dæmi.
Aðrir leikarar hafa tekið eftir því verkefni sem er í gangi í Wales og þar á meðal Jackman sem þekkir Reynolds ansi vel.
Jackman bendir á að þú þurfir ekki að vera hrifinn af leikaranum Reynolds til að skemmta þér yfir þáttunum en Wrexham tryggði sér sæti í League Two á síðustu leiktíð.
,,Þú þarft ekki að vera aðdáandi Ryan Reynolds. Wrexham snýst um fólkið, bæinn, hjartað eitthvað sem vermir sálina,“ sagði Jackman.