Miðjumaðurinn sofyan Amrabat er búinn að láta félag sitt vita að hann ætli að komast burt í sumar.
Amrabat var mikið orðaður við brottför í janúar en hann átti frábært HM með marokkóska landsliðinu.
Amrabat er orðaður við Manchester United, Barcelona og Atletico Madrid en Fiorentina mun vilja 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Þessi ágæti leikmaður hefur engan áhuga á að spila annað tímabil með Fiorentina sem á eftir að fá tilboð í sumar.
Amrabat hefur spilað með Fiorentina undanfarin þrjú ár en vakti aðallega athygli fyrir frammistöðu sína á HM í Katar í fyrra.