Birkir Bjarnason yfirgaf lið Adana Demirspor fyrr á þessu ári og skrifaði undir hjá Viking í Noregi.
Birkir spilaði alls 41 deildarleik á tveimur árum fyrir Adana og skoraði í þeim fimm mörk.
Hann mun missa af tækifærinu á að spila með portúgalska leikmanninum Nani sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United.
Nani var öflugur vængmaður á Old Trafford á sínum tíma og skoraði þar 71 mark í 230 leikjum.
Nani er orðinn 36 ára gamall en hann var síðast á mála hjá Melbourne Victory í Ástralíu en er í dag samningslaus.
Goal.com fullyrðir að Nani sé á leið til Tyrklands en hann hefur áður leikið með Fenerbahce þar í landi.