Enska úrvalsdeildin og lið í neðri deildum Englands segjast vera að taka skref í átt að því að taka á vandamálinu sem svefnpillur virðast vera í leiknum.
Umræðan fer nú hæra eftir að Dele Alli opnaði sig í gær um vandræði sín með áfengi og svefnpillur. Hann sagði frá því að hann hefði farið í meðferð.
Alli var farin að taka svefnpillur alla daga og stundum oft á dag.
Daily Mail segir frá því að svefntöflurnar sem eru vinsælastar, töflurnar heita Zopiclone sem eru mest notaðar. Eru leikmenn sagðist verða mjög fljótt háðir þeim.
Það er skráð sem lyf til að berjast gegn svefnleysi. Aukaverkanir eru minnisleysi, ofskynjanir og þunglyndi.
Vandamálið á meðal knattspyrnumanna á Englandi með svefnpillur er talið miklu stærra en mörgum grunar í enskum fótbolta.