Harry Kane, fyrirliði Tottenham var gestur í sjónvarpsþættinum First We Feast þar sem hann var gráti næst þegar líða tók á þáttinn.
Þátturinn er spjallþáttur en með óvenjulegu sniði. Þar þurfa gestirnir að borða kjúklingavængi sem margir eru ansi sterkir.
Einn þeirra var það sterkur að Kane varð grátbólginn í augunum og átti í raun erfitt með sig, slíkur var styrkurinn á þeirri sósu.
Kane er með framtíð sína í lausu lofti en hann á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og vill fara annað.
Spjallið við Kane má sjá hér að neðan.