KA 2- 0 Connah’s Quay Nomads:
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson
2-0 Daníel Hafsteinsson
KA er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á Connah’s Quay Nomads í fyrstu umferð Sambansdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Fram þar sem völlur KA er ekki löglegur Í Evrópu.
KA lék afar vel í leiknum en bæði mörk liðsins komu í síðari hálfleik. Það var hinn öflugi Hallgrímur Mar Steingrímsson sem opnaði markareikning liðsins.
Það var svo miðjumaðurinn, Daníel Hafsteinsson sem skoraði seinna markið og tryggði KA 2-0 sigur.
Staða KA fyrir síðari leikinn í Wales er því ansi góð.