Forráðamenn FC Bayern voru mættir til London í dag og funduðu þar með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham. Þeir vilja kaupa Harry Kane.
Tottenham hefur hafnað tveimur tilboðum í fyrirliða sinn sem á bara ár eftir af samningi.
Tottenham er ekki tilbúið að selja Kane nema fyrir 100 milljónir punda en þann verðmiða hefur Bayern ekki nálgast.
Bild í Þýskalandi segir frá fundinum en viðræður um Kane halda áfram sem er 29 ára gamall.
Ensk lið hafa áhuga á Kane en það er ekki í boði að mati Levy að selja Kane innan Englands.
Exclusive: There was a Meeting between the Bosses of FC Bayern and Tottenham-Boss Daniel Levy today in London to negotiate for a Transfer of Harry Kane @BILD_Sport @altobelli13
— Christian Falk (@cfbayern) July 13, 2023