Al Ittihad er að undirbúa tilboð í Fabinho, miðjumann Liverpool. The Athletic segir frá. Eins og allir vita hafa Sádar látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og sótt fjöldan allan af stjörnum.
Al Ittihad er ríkjandi meistari og þegar með menn eins og N’Golo Kante og Karim Benzema innanborðs.
Nú vill félagið bæta Fabinho við og er að undirbúa 40 milljón punda tilboð í hann.
Enskir miðlar segja að Jurgen Klopp stjóri Liverpool gæti gefið grænt ljós á það að selja Fabinho en hann vill þá fá Romeo Lavia í staðinn.
Lavia er miðjumaður Southampton en hann kom frá Manchester City fyrir ári síðan, hann kostar 50 milljónir punda.
Liverpool er einnig að selja Jordan Henderson til Sádí Arabíu og miðsvæðið hjá Liverpool því að taka miklum breytingum.