Darwin Nunez framherji Liverpool mun klæðast treyju númer 9 á næstu leiktíð en enska félagið staðfesti þetta í dag.
Nunez var keyptur til Liverpool fyrir ári síðan á 85 milljónir punda en hann fann sig ekki á sínu fyrsta tímabili.
Nunez var í treyju númer 27 á síðustu leiktíð en hendir sér nú í treyju númer 9.
Þessi 24 ára framherji fetar í fótspor Roberto Firmino, Fernando Torres og Robbie Fowler. Fleiri frægir hafa klæðst treyjunni.
Nunez hefur lofað því að borga nýja treyju fyrir þá stuðningsmenn sem hafa keypt nýja búninginn með gamla númerinu hans, 27.