Fabrizio Romano segir að Manchester United sé nánast búið að ganga frá samkomulagi við Inter um kaupverðið á Andre Onana.
United mun borga rúmar 42 milljónir punda fyrir markvörðinn auk bónusa.
Félögin ræða nú sín á milli hvernig bónusgreiðslurnar verða og svo verður skrifað undir samning.
Romano segir að samkomulag sé nánast í höfn og allt verði klárað á allra næstu klukkustundum.
Onana er 27 ára markvörður frá Kamerún sem er ætlað að fylla skarð David de Gea en United ákvað að láta hann fara frítt frá félaginu.
BREAKING: Manchester United are now closing in on André Onana deal as final verbal proposal has been made during talks today. 🚨🔴 #MUFC
Understand it’s €50m fee plus €5m add ons.
Structure of add ons being discussed then… done deal.
It’s imminent, as expected. 🇨🇲 pic.twitter.com/o4aRP8YCWr
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023