fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ef Gylfi fer í Val er hann ekki sagður hafa neinn áhuga á peningum – „Peningarnir fari í góðgerðarmál“

433
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að æfa með Val en möguleiki er á að hann semji við félagið. Gylfi hefur átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum en óvíst er hvort hann fari þangað.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur vakið athygli á æfingum Vals en hann verður 34 ára gamall síðar á þessu ári.

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football ræddi málið í dag. „Ég hef heyrt að mekinn í Gylfa dealnum við Val sé, að hann hafi ekki neinn sérstakan áhuga á peningum frá þeim. Fær eitthvað fyrir leik og peningarnir fari í góðgerðarmál,“ sagði Hjörvar en tók það fram að þetta væri ekki staðfest.

video
play-sharp-fill

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins tók undir þetta. „Ég er búinn að heyra þetta líka, hann vilji aukalega sjúkraþjálfun og utanumhald,“ segir Hrafnkell.

Hjörvar segir að Gylfi sé að komast í takt en að hann hafi ekki hlustað á öll ráð. „Sagan segir að sjúkraþjálfari hafi ráðlagt honum að taka hálftíma æfingu til að byrja með, hann tók heila 80 mínútna og var að drepast í skrokknum eftir það.“

Hjörvar telur að það hjálpi Val að hafa Arnar Grétarsson sem þjálfara. „Addi Grétars er algjör atvinnumaður, hann kann þetta. Akureyringar eru núna að átta sig á því að það var proffi á æfingasvæðinu. Það gæti hjálpað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
Hide picture