Harrison Parker, 16 ára miðvörður Manchester United er að ganga í raðir Manchester City en félögin eru að ná saman um kaupverð.
Segir Fabrizio Romano frá en United bauð honum að verða launahæsti leikmaður í sögu unglingaliðs félagsins.
Miðvörðurinn sem fjöldi stórliða hefur haft áhuga á vildi ekki framlengja dvölina hjá United.
City hefur á undanförnum árum verið með afar gott unglingastarf en United var þekkt fyrir það á árum áður.
Fjögur önnur félög vildu kaupa Parker frá Untied sem fer aðeins á milli liða í borginni.
EXCL: Manchester City are close to reaching an agreement with Manchester United for top talented CB (16) Harrison Parker 🚨🔵🏴 #MCFC
City have beaten four top clubs to the signing — agreement is close despite Man Utd offering highest youth deal to keep Parker. pic.twitter.com/N3UYXiI3VM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2023